Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 10:38 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.” Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.”
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira