Annarri grein dagsins er lokið og er það jafnframt næstsíðasta grein mótsins sem lýkur í kvöld.
Björgvin Karl Guðmundsson varð fjórði í greininni sem nefnist Parallel-Bar Pull en stendur engu að síður í stað í heildarstigakeppninni þar sem hann er áfram í sjöunda sæti.
Keppt var í sömu grein kvennamegin þar sem Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í sjöunda sæti og lyfti sér þar með upp í 9.sæti í heildarkeppninni á meðan Annie Mist Þórisdóttir varð fjórtánda og er í 12.sæti heildarkeppninnar.
Hægt er að fylgjast með lokagrein mótsins í beinni útsendingu á Vísi.