Sport

Átta Íslendingar taka þátt á HM í hjólreiðum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
hjol.jpeg
Hjólreiðasamband Íslands

Átta Íslendingar munu taka þátt fyrir hönd Hjólreiðasambands Íslands á Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum sem hófst í Glasgow í gær og mun standa yfir næstu daga.

Ingvar Ómarsson reið á vaðið fyrir hönd íslenska hópsins þegar hann keppti í maraþon fjallahjólreiðakeppninni í Glentress skóginum við Peebles í dag.

Ítalinn Fabian Rabensteiner bar þar sigur úr býtum en Ingvari tókst ekki að klára keppnina.

Þau sem keppa fyr­ir Íslands hönd

Kepp­end­ur í Elite-flokki

Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir - HFR

Haf­dís Sig­urðardótt­ir - HFA

Silja Jó­hann­es­dótt­ir - HFA

Ingvar Ómars­son - Breiðablik

Krist­inn Jóns­son - HFR

Arna Sig­ríður Al­berts­dótt­ir - HFR

Kepp­end­ur í U23-flokki

Davíð Jóns­son - HFR

Kepp­end­ur í Juni­or-flokki

Tóm­as Kári Björg­vins­son Rist - BFH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×