Íslenski boltinn

LASK bíður Blika komist þeir áfram gegn Zrinjski

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét

Dregið var í næstu umferð Evrópudeildarinnar í dag.

Takist Íslandsmeisturum Breiðabliks að vinna einvígið gegn bosníska liðinu HŠK Zrinjski munu þeir mæta austurríska liðinu LASK í næstu umferð.

LASK hafnaði í 3.sæti austurrísku deildarinnar á síðustu leiktíð og komst alla leið í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar þar sem liðið féll úr keppni fyrir Slavia Prag.

Fari svo að Breiðablik tapi fyrir Bosníumönnunum bíður þeirra einvígi í Sambandsdeildinni gegn FC Str­uga frá Norður-Makedón­íu eða Swift Hesperange frá Lúx­em­borg.

KA-menn eru á leið í einvígi gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta Osasuna í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×