Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2023 16:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið iðin við að stefna fólki sem úthúðar henni. Drew Angerer/Getty Images Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi. Ítalía Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi.
Ítalía Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira