Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2023 16:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið iðin við að stefna fólki sem úthúðar henni. Drew Angerer/Getty Images Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi. Ítalía Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi.
Ítalía Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira