Leikmenn ósáttir við nýju regluna um uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 22:00 Raphael Varane. vísir/Getty Kevin De Bruyne og Raphael Varane, lykilmenn í Manchester liðunum í ensku úrvalsdeildinni eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áherslubreytingu á uppbótartíma sem notast verður við á Englandi. Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01
Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02