Björgvin Karl píndi sig fyrir peningana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson þurfti að berjast í gegnum bakmeiðsli á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði að klára heimsleikana í CrossFit og tryggja sér ellefta sætið þrátt fyrir að vera glíma við þráðlát bakmeiðsli í allt sumar. Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu. CrossFit Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Sjá meira
Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu.
CrossFit Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Sjá meira