Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 17:59 Eva Rún og Ásta systir hennar brosa í gegnum tárin eftir vægast sagt hvimleitt ferðalag heim sem er enn ekki lokið. aðsend Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni. Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni.
Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira