Enski boltinn

Boðar ekki gott að vinna Sam­fé­lagskjöldinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýju leikmennirnir Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber unnu allir titil í fyrsta keppnisleiknum með Arsenal.
Nýju leikmennirnir Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber unnu allir titil í fyrsta keppnisleiknum með Arsenal. Getty/Sebastian Frej

Arsenal vann á sunnudaginn fyrsta titil keppnistímabilsins þegar liðið vann Englandsmeistara Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley eða leikinn um að verða meistari meistaranna.

Arsenal vann leikinn í vítakeppni eftir að hafa jafnaði metin í leiknum sjálfum á ellefu mínútu í uppbótatíma.

Það hefur hins vegar ekki boðað gott að vinna þennan titil í enska boltanum síðustu ár.

Manchester City hefur þannig tapað þessum leik þrjú ár í röð en orðið enskur meistari öll þessi þrjú tímabil.

Liðið sem hefur unnið leikinn hefur aftur á móti aldrei endaði ofar en í fimmta sæti.

Liverpool var í toppbaráttu í mörg ár í röð áður en liðið vann Samfélagsskjöldinn í fyrra. Liðið missti af Meistaradeildinni og endaði aðeins í fimmta sætið um vorið.

Tvö ár þar á undan endaði sigurvegari í leiknum um Samfélagskjöldinn í áttunda sæti, fyrst Arsenal 2020-21 og svo Leicester City 2021-22.

Arsenal hefur tjaldað miklu með því að eyða miklu á markaðnum í sumar og ætlar sér auðvitað að sjá til þess að þessi hefð haldist ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×