Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 23:03 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki bjartsýnn á að ráðherra heimili veiðarnar á ný. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09