Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:22 Axel Örn Sæmundsson er þjálfari Álftaness. kgp.is/Álftanes Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu. „Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira