Rússar á leið til tunglsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:10 Mynd úr myndbandi af því þegar tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft í morgun. AP/Roscosmos Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar. Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar.
Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent