Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 08:50 Lögreglumenn standa vörð við sjúkrahús í Quito þangað sem margir þeirra sem særðust í árásinni á Villavicencio voru fluttir á miðvikudagskvöld. AP/Juan Diego Montenegro Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu. Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23