Frelsi til að vera Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar 11. ágúst 2023 17:01 Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun