Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir fyrri yfirlýsingu sína um Lambeyradeiluna standa. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu. Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Þar er barnamálaráðherra sakaður um innbrot og faðir hans og föðurbróðir um ítrekuð skemmdarverk á jörðinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Ásmundur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði deiluna ekki koma sér við. Hann hafi í upphafi tekið einarða afstöðu með föður sínum en hafi stigið út úr átökunum. Þegar ráðherra var inntur eftir svörum um málið á leið á ríkisstjórnarfund í morgun sagði hann engu við yfirlýsinguna að bæta. „Ég hef þegar gefið yfirlýsingu vegna þessarar sorglegu erfðadeilu og ég hef engu við það að bæta.“ Lambeyrasysturnar sögðu í ítarlegu viðtali við fréttastofu að eigendur jarðarinnar hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu þegar skemmdarverk hafi verið framin en lögregla neitað að mæta á svæðið. Ásmundur hafi mikil ítök á Vesturlandi og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hefur þú beitt þér fyrir því að lögreglan aðhafist ekki í málinu? „Nei,“ svarar Ásmundur. Aðspurður hvort það sé óeðlilegt að lögregla sinni ekki tilkynningum um málið segir ráðherra aðra verða að svara fyrir það. „Ég hef ekki komið nálægt þessari deilu í mörg ár. Þessari sorglegu erfðadeilu og þeir sem eiga í þessum deilum verða að svara fyrir það,“ segir hann. Er það þá rangt að þú hafir brotist inn? „Eins og ég hef sagt þá ætla ég ekki ítrekað að svara röngum ásökunum í þessu efni.“ Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09 Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Þar er barnamálaráðherra sakaður um innbrot og faðir hans og föðurbróðir um ítrekuð skemmdarverk á jörðinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Ásmundur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði deiluna ekki koma sér við. Hann hafi í upphafi tekið einarða afstöðu með föður sínum en hafi stigið út úr átökunum. Þegar ráðherra var inntur eftir svörum um málið á leið á ríkisstjórnarfund í morgun sagði hann engu við yfirlýsinguna að bæta. „Ég hef þegar gefið yfirlýsingu vegna þessarar sorglegu erfðadeilu og ég hef engu við það að bæta.“ Lambeyrasysturnar sögðu í ítarlegu viðtali við fréttastofu að eigendur jarðarinnar hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu þegar skemmdarverk hafi verið framin en lögregla neitað að mæta á svæðið. Ásmundur hafi mikil ítök á Vesturlandi og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hefur þú beitt þér fyrir því að lögreglan aðhafist ekki í málinu? „Nei,“ svarar Ásmundur. Aðspurður hvort það sé óeðlilegt að lögregla sinni ekki tilkynningum um málið segir ráðherra aðra verða að svara fyrir það. „Ég hef ekki komið nálægt þessari deilu í mörg ár. Þessari sorglegu erfðadeilu og þeir sem eiga í þessum deilum verða að svara fyrir það,“ segir hann. Er það þá rangt að þú hafir brotist inn? „Eins og ég hef sagt þá ætla ég ekki ítrekað að svara röngum ásökunum í þessu efni.“
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09 Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09
Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17
Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46
Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06
Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04