Innlent

Hrækti á lögreglubíl og neitaði að yfirgefa lögreglustöð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ýmislegt gekk á í nótt.
Ýmislegt gekk á í nótt. vísir/vilhelm

Maður var handtekinn í nótt eftir að hafa hrækt á lögreglubifreið og neitað í framhaldinu að segja til nafns. Sami maður var fluttur á lögreglustöð en neitaði að fara þaðan og var fluttur af „athafnasvæði lögreglu“ í þrígang.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar en töluverður erill virðist hafa verið hjá lögreglu í nótt. 

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um æsta og ölvaða menn í miðbænum sem voru til vandraða. Tilkynnt var um einn sem garaði á annað fólk og annan sem var ógnandi í hegðun. 

Alls voru fjórir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Tveir voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. 

Í Breiðholti var tilkynnt um slagsmál, læti og mann sem skemmdi bifreiðar. 

Í Grafarvogi var tilkynnt um þjófnað og grundamlegar mannaferðir en auk þess um „einhvern að öskra á hjálp“. Það reyndust vera ungmenni að taka upp TikTok myndband og báðust afsökunar á látunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×