Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2023 11:33 Hinsegin fáninn og Vilhjálmsvöllur í bakgrunni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. „Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu. Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu.
Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26
Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53