Þessum spurningum er svarað í Íslandi í dag þar sem Vala Matt ræddi við Pál Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði til að forvitnast um mismunandi upplifun fólks á torgum borgarinnar.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan:
Meðal torga sem Vala og Páll heimsækja er Korputorg, Lækjartorg, Ingólfstorg og Hjartagarðurinn.
„Þegar þú ert kominn með alla þessa þætti samanlagt, þá er mannlíf ólíklegt,“ segir Páll um Korputorgið umdeilda. Sólin og skjólið vinni með Lækjartorgi sem eigi meira inni.
Austurvöllur, megi líta á það sem torg, sé besta torg borgarinnar. Skjólið, grasið og sagan sjá til þess, að sögn Páls.
„Þetta er auðvitað steindautt svæði,“ segir Páll um Hjartagarðinn margumrædda. „Hann er stór, ómanneskjulegur, með mikinn skugga og það virðist sem að vindurinn finni sér alltaf leið inn á torgið.“
Önnur þróun hafi átt sér stað á Óðinstorgi.
„Þetta var kærkomið. Maður skynjar að þarna geti skapast gott mannlíf þegar réttu aðstæðurnar eru fyrir hendi.“