Enski boltinn

„Sestu niður og þegiðu“

Aron Guðmundsson skrifar
Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah
Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty

At­hæfi egypska sóknar­mannsins Mohamed Salah, leik­manns enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liver­pool í 1.um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar í gær hefur vakið at­hygli.

Téður Salah var auð­sjáan­lega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og at­hæfi hans fór í taugarnar á harð­hausnum Roy Kea­ne sem á að baki langan feril í ensku úr­vals­deildinni.

„Það er í lagi að vera í upp­námi en ekki halda á­fram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Kea­ne á Sky Sports eftir jafn­tefli Chelsea og Liver­pool á St­am­ford Brid­ge í gær.

„Í kjöl­farið á þessu situr hann á vara­manna­bekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“

Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik.

„Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“

Fjörugur leikur

Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu

Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá.

Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður.

Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×