PSG samþykkir tilboð Al-Hilal í Neymar: Læknisskoðun í dag Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 10:16 Neymar er á leið til Sádi-Arabíu ef marka má nýjustu fréttir Vísir/Getty Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa samþykkt tilboð frá sádi-arabíska liðinu Al-Hilal í brasilíska sóknarmanninn Neymar. Sky Sports greinir frá og segir leikmanninn gangast undir læknisskoðun í dag. Sky Sports telur nánast öruggt að félagsskipti Neymar til Al-Hilal gangi í gegn á næstu 48 klukkustundum en hann er þá næsta stórstjarnan til þess að færa sig um set úr Evrópuboltanum yfir til sádi-arabísku deildarinnar. Kaupverð Al-Hilal á kappanum er talið vera því sem nemur rúmum 86 milljónum punda, töluvert lægri upphæð en sú sem Paris Saint-Germain greiddi fyrir leikmanninn er hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona árið 2017. Þá borgaði PSG því sem nemur 200 milljónum punda til þess að gera Neymar að leikmanni sínum, metupphæð sem hefur verið greidd fyrir leikmann í knattspyrnuheiminum. Neymar er 31 árs gamall og ef því sem kemst næst ekki í plönum nýja knattspyrnustjóra félagsins, Luis Enrique. Neymar hlaut knattspyrnulegt uppeldi í heimalandi sínu Brasilíu hjá Santos en sumarið 2013 var hann keyptur til spænska stórveldisins Barcelona þar sem að hann spilaði 186 leiki með aðalliði félagsins, skoraði 105 mörk og gaf 76 stoðsendingar. Hann fór svo, líkt og fyrr segir, til Paris Saint-Germain og hefur þar spilað 173 leiki, skorað 118 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá á hann að baki 124 leiki fyrir brasilíska landsliðið og hefur í þeim leikjum skorað 77 mörk. Sádiarabíski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Sky Sports telur nánast öruggt að félagsskipti Neymar til Al-Hilal gangi í gegn á næstu 48 klukkustundum en hann er þá næsta stórstjarnan til þess að færa sig um set úr Evrópuboltanum yfir til sádi-arabísku deildarinnar. Kaupverð Al-Hilal á kappanum er talið vera því sem nemur rúmum 86 milljónum punda, töluvert lægri upphæð en sú sem Paris Saint-Germain greiddi fyrir leikmanninn er hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona árið 2017. Þá borgaði PSG því sem nemur 200 milljónum punda til þess að gera Neymar að leikmanni sínum, metupphæð sem hefur verið greidd fyrir leikmann í knattspyrnuheiminum. Neymar er 31 árs gamall og ef því sem kemst næst ekki í plönum nýja knattspyrnustjóra félagsins, Luis Enrique. Neymar hlaut knattspyrnulegt uppeldi í heimalandi sínu Brasilíu hjá Santos en sumarið 2013 var hann keyptur til spænska stórveldisins Barcelona þar sem að hann spilaði 186 leiki með aðalliði félagsins, skoraði 105 mörk og gaf 76 stoðsendingar. Hann fór svo, líkt og fyrr segir, til Paris Saint-Germain og hefur þar spilað 173 leiki, skorað 118 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá á hann að baki 124 leiki fyrir brasilíska landsliðið og hefur í þeim leikjum skorað 77 mörk.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira