Eru allir með smá ADHD? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 15:31 Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun