Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 20:30 Leikmenn FCK fagna að leik loknum. Twitter@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00