„Murielle er besti framherjinn í deildinni“ Dagur Lárusson skrifar 15. ágúst 2023 22:26 Donni var sáttur. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur er að elta toppliðin tvö á meðan Tindastóll er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira