Ensku stelpurnar komnar í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 11:52 Alessia Russo fagnar þriðja marki enska liðsins í leiknum. Getty/Justin Setterfield England mætir Spáni í úrslitaleik HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir 3-1 sigur á gestgjöfum Ástrala í undanúrslitaleiknum í dag. Enska landsliðið var búið að tapa í undanúrslitum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum en nú eiga þær möguleika á að bæta heimsmeistaratitli við Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu í fyrra. Enska liðið komst í 1-0 í fyrri hálfleiknum en Sam Kerr jafnaði með stórkostlegu marki eftir um klukkutíma leik. Ensku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum í lokin. Lauren Hemp skoraði þar fyrra og lagði upp það síðara fyrir Alessiu Russo. Ella Toone kom enska landsliðinu í 1-0 á 36. mínútu með laglegu skoti út teignum eftir sendingu frá Russo. Toone kom einmitt inn í byrjunarliðið fyrir Lauren James sem tók út leikbann í síðustu tveimur leikjum en má aftur spila í úrslitaleiknum. Sam Kerr jafnaði metin á 63. mínútu eftir mikið einstaklingsframtak. Fékk boltann við miðju, lék upp að teignum og skoraði með frábæru skoti. Dugnaður Lauren Hemp skilaði sér átta mínútum síðar þegar hún pressaði langa bolta fram, vann hann af varnarmanni og skoraði. Kerr fékk algjört dauðafæri til að jafna metin á 85. mínútu en mínútu síðar brunuðu þær ensku fram völlinn og gerðu út um leikinn. Russo fékk þá boltann inn fyrir frá Hemp og skoraði laglega. Russo skoraði sigurmarkið í átta liða úrslitunum og innsiglar sigurinn í undanúrslitunum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
England mætir Spáni í úrslitaleik HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir 3-1 sigur á gestgjöfum Ástrala í undanúrslitaleiknum í dag. Enska landsliðið var búið að tapa í undanúrslitum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum en nú eiga þær möguleika á að bæta heimsmeistaratitli við Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu í fyrra. Enska liðið komst í 1-0 í fyrri hálfleiknum en Sam Kerr jafnaði með stórkostlegu marki eftir um klukkutíma leik. Ensku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum í lokin. Lauren Hemp skoraði þar fyrra og lagði upp það síðara fyrir Alessiu Russo. Ella Toone kom enska landsliðinu í 1-0 á 36. mínútu með laglegu skoti út teignum eftir sendingu frá Russo. Toone kom einmitt inn í byrjunarliðið fyrir Lauren James sem tók út leikbann í síðustu tveimur leikjum en má aftur spila í úrslitaleiknum. Sam Kerr jafnaði metin á 63. mínútu eftir mikið einstaklingsframtak. Fékk boltann við miðju, lék upp að teignum og skoraði með frábæru skoti. Dugnaður Lauren Hemp skilaði sér átta mínútum síðar þegar hún pressaði langa bolta fram, vann hann af varnarmanni og skoraði. Kerr fékk algjört dauðafæri til að jafna metin á 85. mínútu en mínútu síðar brunuðu þær ensku fram völlinn og gerðu út um leikinn. Russo fékk þá boltann inn fyrir frá Hemp og skoraði laglega. Russo skoraði sigurmarkið í átta liða úrslitunum og innsiglar sigurinn í undanúrslitunum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti