Þetta kemur fram í tilkynningu frá Domino‘s. Þannig kostar til dæmis stór Domino‘s Classic pítsa 1.550 krónur, Hawaii-pítsa 1.199 krónur og Domino‘s Deluxe 1.390 krónur.

Í tilkynningunni segir að upprunalegur matseðill Domino‘s á Íslandi hafi um margt frábrugðinn þeim sem landsmenn þekki í dag.
„Á þeim tíma var til dæmis ekki mögulegt að fá rjómaost né piparost sem eru á meðal vinsælustu áleggja fyrirtækisins í dag. Þó eru fjórar pizzur enn á matseðlinum í dag en þær eru Domino‘s Extra, Domino‘s Deluxe, Hawaiian og Domino‘s Classic. Dæmi um pizzur sem ekki eru á matseðli í dag eru Fjögurra osta pizza og Hamborgarapizza sem var með hakki, lauk og papriku – samsetning sem er barn síns tíma,“ segir í tilkynningunni.
Domino‘s starfrækir 22 staði og starfa þar um sex hundruð manns.
Í tilkynningunni segir ennfremur að í tilefni tímamótunum sé von á Russell Weiner, forstjóra Domino‘s, til landsins og mun hann heimsækja útibú fyrirtækisins og kynna sér starfsemina hér á landi ásamt því að ferðast um Ísland næstu daga.
