„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 12:20 Þrátt fyrir tíðindi af landrisi við Torfajökull spáir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur því að Askja verði á undan. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira