Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 10:55 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. „Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira