Heimilislausir heimsleikar mögulega á flakk um heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir er ein af fáum sem þekkir það að keppa á heimsleikum annars staðar en í Madison. @anniethorisdottir Heimsleikarnir á Ísland 2024? Nei, varla en það er aftur á móti ágætar líkur á því að heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar fari fram utan Bandaríkjanna á næsta ári. Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira