Hamrarnir lögðu Chelsea í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 17:35 James Ward-Prowse var frábær í liði West Ham United í dag. Julian Finney/Getty Images West Ham United gerði sér lítið fyrir og vann nágranna sína í Chelsea 3-1 í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er því aðeins með eitt stig að loknum tveimur umferðum og ljóst að uppbyggingin þar á bæ mun taka lengri tíma en margur hélt. Hamrarnir komust yfir strax á 7. mínútu þegar nýi maðurinn James Ward-Prowse tók hornspyrnu beint á kollinn á Nayef Aguerd sem stýrði boltanum í netið. Eftir það lögðust heimamenn heldur neðarlega á völlinn og leyfðu gestunum að vera með boltann. Það nýtti Chelsea sér að endingu en hinn ungi Carney Chukwuemeka bjó sér til gott skotfæri innan teigs og þrumaði knettinum í netið. Staðan orðin 1-1 og gestirnir fengu svo gullið tækifæri til að komast yfir þegar vítaspyrna var dæmd undir lok fyrri hálfleiks. Brotið var á Raheem Sterling og vítaspyrna dæmd. Enzo Fernandez fór á punktinn en Alphonse Areola varði spyrnu Argentínumannsins og allt jafnt þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Big moment for #Areola as he makes a huge penalty save!It s the first competitive PK #Enzo has missed but it was v poor!Usually on target PKs are saved just 17% of the time but Enzo s poor placement & power meant his PK has an ExSave value of 37%!#WHUFC #CFC #PremierLeague pic.twitter.com/wxTZlL6hge— John Harrison (@Jhdharrison1) August 20, 2023 Á 53. mínútu komust Hamrarnir nokkuð óvænt aftur yfir. Ward-Prowse lyfti boltanum yfir vörn gestanna og Michail Antonio náði skoti úr þröngu færi sem söng í netinu eftir að fljúga í gegnum klof Axel Disasi. Robert Sánchez kom fingurgómum á knöttinn en það dugði ekki til. Á 67. mínútu fékk markaskorarinn Aguerd sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hamrarnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Setti Chelsea aukinn þunga í sóknarleikinn en það dugði lítið þar sem liðið komst ekki í gegnum sterkan varnarmúr heimamanna. Það var svo þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma að Hamrarnir fengu vítaspyrnu. Moises Caicedo dæmdur brotlegur innan teigs og Lucas Paquetá fór á punktinn. Hann tók sinn tíma í að skokka að boltanum og skoraði svo af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur í Lundúnum. West Ham er því með fjögur stig að loknum tveimur umferðum á meðan Chelsea er aðeins með eitt stig. Fótbolti Enski boltinn
West Ham United gerði sér lítið fyrir og vann nágranna sína í Chelsea 3-1 í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er því aðeins með eitt stig að loknum tveimur umferðum og ljóst að uppbyggingin þar á bæ mun taka lengri tíma en margur hélt. Hamrarnir komust yfir strax á 7. mínútu þegar nýi maðurinn James Ward-Prowse tók hornspyrnu beint á kollinn á Nayef Aguerd sem stýrði boltanum í netið. Eftir það lögðust heimamenn heldur neðarlega á völlinn og leyfðu gestunum að vera með boltann. Það nýtti Chelsea sér að endingu en hinn ungi Carney Chukwuemeka bjó sér til gott skotfæri innan teigs og þrumaði knettinum í netið. Staðan orðin 1-1 og gestirnir fengu svo gullið tækifæri til að komast yfir þegar vítaspyrna var dæmd undir lok fyrri hálfleiks. Brotið var á Raheem Sterling og vítaspyrna dæmd. Enzo Fernandez fór á punktinn en Alphonse Areola varði spyrnu Argentínumannsins og allt jafnt þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Big moment for #Areola as he makes a huge penalty save!It s the first competitive PK #Enzo has missed but it was v poor!Usually on target PKs are saved just 17% of the time but Enzo s poor placement & power meant his PK has an ExSave value of 37%!#WHUFC #CFC #PremierLeague pic.twitter.com/wxTZlL6hge— John Harrison (@Jhdharrison1) August 20, 2023 Á 53. mínútu komust Hamrarnir nokkuð óvænt aftur yfir. Ward-Prowse lyfti boltanum yfir vörn gestanna og Michail Antonio náði skoti úr þröngu færi sem söng í netinu eftir að fljúga í gegnum klof Axel Disasi. Robert Sánchez kom fingurgómum á knöttinn en það dugði ekki til. Á 67. mínútu fékk markaskorarinn Aguerd sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hamrarnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Setti Chelsea aukinn þunga í sóknarleikinn en það dugði lítið þar sem liðið komst ekki í gegnum sterkan varnarmúr heimamanna. Það var svo þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma að Hamrarnir fengu vítaspyrnu. Moises Caicedo dæmdur brotlegur innan teigs og Lucas Paquetá fór á punktinn. Hann tók sinn tíma í að skokka að boltanum og skoraði svo af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur í Lundúnum. West Ham er því með fjögur stig að loknum tveimur umferðum á meðan Chelsea er aðeins með eitt stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti