Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 08:58 Horfur Úkraínumanna í gagnsókn þeirra eru dökkar um þessar mundir. AP/Libkos Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira