„Við höfum áhyggjur af krökkunum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 16:45 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hvetur fólk til að fara varlega á morgun en njóta alls sem Menningarnótt býður upp á, dagurinn verði stórkostlegur. Vísir/Arnar Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. „Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“ Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“
Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira