Orri Steinn var í byrjunarliði Kaupmannahafnarliðsins en þó nokkuð var af breytingum enda fór liðið alla leið í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í vikunni.
Segja má að framherjinn ungi hafi nýtt tækifærið vel en Orri Steinn kom boltanum í netið strax á 10. mínútu eftir undirbúnings Oscar Højlund. Orri Steinn fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna og kláraði vel í hornið hær. Var þetta hans fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Første Superliga-mål #fcklive #sldk
— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2023
Getty Images pic.twitter.com/Ptr07yvkSu
Mohamed Elyounoussi, sem gekk í raðir FCK á dögunum, gekk svo frá leiknum þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Elias Achouri, annar leikmaður sem gekk í raðir félagsins í sumar, með stoðsendinguna.
Lokatölur 2-0 og Danmerkurmeistarar FCK með 15 stig að loknum fimm umferðum. Nordsjælland, liðið sem endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð, er í 2. sæti með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.