Man United fær brasilíska landsliðskonu frá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2023 23:01 Nýjasta viðbótin við leikmannahóp Man United. Twitter@ManUtdWomen Hin 25 ára gamla Geyse Ferreira er gengin í raðir Manchester United frá Barcelona. Hún er framherji sem hefur spilað í Brasilíu, Portúgal og Spáni til þessa á ferli sinum. Manchester United mun spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð eftir að hafa átt afbragðsgóða síðustu leiktíð. Liðið hefur hins vegar misst lykilmenn, Alessia Russo fór til Arsenal og Ona Batlle til Barcelona. Marc Skinner, þjálfari Man Utd, hafði ekki fyllt þau skörð þó svo að liðið hefði fengið Gemmu Evans, landsliðskonu Wales, frá Reading. Nú hafa Rauðu djöflarnir hins vegar sótt stórt nafn til að fylla skarð Russo í fremstu línu. Fyrr í dag var staðfest að Geyse væri komin frá Barcelona. Ekki kom þó fram hversu mikið Man United borgar fyrir hana né hversu langan samning brasilíska landsliðskonan skrifar undir. A message from @Geyse_Ferreiraa, to you Our new recruit's first United interview is here don't miss it #MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) August 18, 2023 „Ég er mjög ánægð með að vera hér. Að skrifa undir hjá Man United hefur verið einstakt fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er þakklát fyrir tækifærið og vil þakka öllum sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar að gera þetta að veruleika,“ sagði Geyse er hún var tilkynnt sem nýjasti leikmaður Manchester United. Geyse hefur spilað 48 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 6 mörk. Hún var hluti af Barcelona-liðinu sem varð Spánar- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Manchester United mun spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð eftir að hafa átt afbragðsgóða síðustu leiktíð. Liðið hefur hins vegar misst lykilmenn, Alessia Russo fór til Arsenal og Ona Batlle til Barcelona. Marc Skinner, þjálfari Man Utd, hafði ekki fyllt þau skörð þó svo að liðið hefði fengið Gemmu Evans, landsliðskonu Wales, frá Reading. Nú hafa Rauðu djöflarnir hins vegar sótt stórt nafn til að fylla skarð Russo í fremstu línu. Fyrr í dag var staðfest að Geyse væri komin frá Barcelona. Ekki kom þó fram hversu mikið Man United borgar fyrir hana né hversu langan samning brasilíska landsliðskonan skrifar undir. A message from @Geyse_Ferreiraa, to you Our new recruit's first United interview is here don't miss it #MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) August 18, 2023 „Ég er mjög ánægð með að vera hér. Að skrifa undir hjá Man United hefur verið einstakt fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er þakklát fyrir tækifærið og vil þakka öllum sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar að gera þetta að veruleika,“ sagði Geyse er hún var tilkynnt sem nýjasti leikmaður Manchester United. Geyse hefur spilað 48 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 6 mörk. Hún var hluti af Barcelona-liðinu sem varð Spánar- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira