Að fara á PGA-mót í golfi er góð skemmtun. Sum bíða lengur en önnur með að fara en Susie hefur þó eflaust beðið lengur en flestir. Hún segir að eftir hundrað ára afmæli sitt, þar sem tólf kylfingar sendu henni afmæliskveðju þá ákvað hún að skella sér.
„Ég er mikill golfaðdáandi og horfi á gríðarlega mikið á golf. Ég þekki flest alla kylfingana vel,“ sagði Susie. Þrátt fyrir það fór hún ekki á mót í PGA-mótaröðinni fyrr en nýverið og var heimsókninni gerð góð skil á samfélagsmiðlum PGA.
A day 103 years in the making.
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 18, 2023
Lifelong golf fan Grandma Susie experiences her first day at a PGA TOUR event, with a few special surprises along the way. pic.twitter.com/DVmysPcwYU
Hitti hún meðal annars Collin Morikawa sem er í 20. sæti á heimslistanum. Hann var einn af þeim tólf kylfingum sem sendi henni afmæliskveðju fyrir þremur árum síðan.
„Ég gefst aldrei upp á þér,“ sagði Susie kímin þegar Morikawa sagðist vera mjög glaður að hitta hana og hann væri að vinna í endurkomu sinni. Einnig hitti hún Rory McIlroy, Tommy Fleetwood og Rickie Fowler.
Innslag PGA-mótaraðarinnar um „ömmu“ Susie má sjá hér að ofan.