Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 07:31 Amalía Ósk segir að það skipti mig miklu máli að vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungar stelpur sem vilja verða sterkar. Aðsend Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið. Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira
Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend
Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira