Staða Lukaku hjá Chelsea sé bæði félaginu og leikmanninum að kenna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2023 11:00 Romelu Lukaku hefur ekki spilað fyrir Chelsea síðan í maí 2022. Robin Jones/Getty Images Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að það sé ekki hægt að kenna félaginu alfarið um hvernig komið sé fyrir belgíska framherjanum Romelu Lukaku. Tvær hliðar séu á málinu. Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira