Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 09:24 Sádiarabískir hermenn á landamærunum að Jemen. Mannréttindasamtök segja herinn hafa drepið hundruð manna þar á síðustu árum. Vísir/Getty Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin. Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin.
Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31
Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40