Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:55 Mótmæli gegn stríðinu í Úkraínu og stuðningi Þýskalands við Úkraínumenn í Berlín fyrr á þessu ári. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Húsleit var gerð hjá Max Schlund og Elenu Kolbansnikovu, aðgerðasinnum sem styðja rússnesk stjórnvöld, í framhaldi af fréttum Reuters-fréttastofunnar um að parið hefði safnað fé til að styðja rússneska herdeild í Donbas í Úkraínu í mars. Féð hafi verið notað til þess að festa kaup á talstöðvum, heyrnartólum og símum. Talsmaður saksóknara í Köln segir Reuters að húsleitin í dag tengist grun um brot á lögum um eftirlit með stríðsvopnum. Þau ná utan um framleiðslu og flutning á öllu frá handsprengjum til orrustuþotna. Talsmaðurinn sagði rannsóknina ekki tengjast stuðningi parsins við Rússa í Donbas. Lögmaður parsins, sem hefur einnig tekið þátt í mótmælum þeirra, segir að íbúð þeirra hafi skemmst í húsleitinni og að Schlund hafi orðið fyrir meiðslum. Talsmaður saksóknara sagðist ekki vita af meiðslum hans. Kolbansnikova hefur áður sakað þýsk stjórnvöld um „lögleysu“ og að reyna að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum. Evrópskar leyniþjónustustofnanar telja sig hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Kreml hafi markvisst unnið að því að grafa undan stuðningi við Úkraínumenn í Þýskalandi. Í því skyni hafi þeir meðal annars reynt að leiða saman ysta hægrið og ysta vinstrið í þýskum stjórnmálum. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Húsleit var gerð hjá Max Schlund og Elenu Kolbansnikovu, aðgerðasinnum sem styðja rússnesk stjórnvöld, í framhaldi af fréttum Reuters-fréttastofunnar um að parið hefði safnað fé til að styðja rússneska herdeild í Donbas í Úkraínu í mars. Féð hafi verið notað til þess að festa kaup á talstöðvum, heyrnartólum og símum. Talsmaður saksóknara í Köln segir Reuters að húsleitin í dag tengist grun um brot á lögum um eftirlit með stríðsvopnum. Þau ná utan um framleiðslu og flutning á öllu frá handsprengjum til orrustuþotna. Talsmaðurinn sagði rannsóknina ekki tengjast stuðningi parsins við Rússa í Donbas. Lögmaður parsins, sem hefur einnig tekið þátt í mótmælum þeirra, segir að íbúð þeirra hafi skemmst í húsleitinni og að Schlund hafi orðið fyrir meiðslum. Talsmaður saksóknara sagðist ekki vita af meiðslum hans. Kolbansnikova hefur áður sakað þýsk stjórnvöld um „lögleysu“ og að reyna að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum. Evrópskar leyniþjónustustofnanar telja sig hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Kreml hafi markvisst unnið að því að grafa undan stuðningi við Úkraínumenn í Þýskalandi. Í því skyni hafi þeir meðal annars reynt að leiða saman ysta hægrið og ysta vinstrið í þýskum stjórnmálum.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira