Bjóða starfsfólki að læra íslensku með gervigreind Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. ágúst 2023 20:41 Malgorzata Anna Kodziolka kemur frá Póllandi hefur hefur starfað hér á landi í um 16 ár. Vísir/Ívar Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna ásamt því að veita betri þjónustu. Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum. Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum.
Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira