Hleypa geislavirku vatni út í sjó Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 06:58 Fumio Kishida tilkynnti í morgun að áætlunin hefjist á fimmtudag. Rodrigo Reyes Marin/AP Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg. Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg.
Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44