Barcelona montar sig af fjölda leikmanna Barca í heimsmeistaraliðum Spánverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 14:31 Spænsku landsliðskonurnar Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina fagna heimsmeistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer Spánverjar eru heimsmeistarar í fótbolta kvenna í ár og Spánn er um leið aðeins önnur þjóðin til að eignast heimsmeistara hjá báðum kynjum í stærstu íþrótt heims. Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira