Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 10:06 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segist hafa fulla trú á að mál Kristjáns Jakovs Lazarev endi vel og að Menntamálastofnun leiti leiða við að finna lausn sem henti honum. Aðsent Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna. Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01