Ný reglugerð um íbúakosningar „ákveðin tilraunastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 13:14 Aðalsteinn Þorsteinsson er skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu. Byggðastofnun Kosningabifreiðar og sextán ára kosningaaldur er á meðal þess sem opnað er á í nýrri reglugerð innviðaráðherra um íbúakosningar í sveitarfélögum. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða. Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum. Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira