Lækum ekki brunaútsölu á „læk“ Tómas Guðbjartsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatn Umhverfismál Ölfus Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar