Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastól Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik „Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“ Vestri Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
„Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“
Vestri Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira