Ronaldo trylltist eftir sigurleik Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 09:30 Cristiano Ronaldo í leik með Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-2 sigur Al-Nassr á Shabab Al-Ahli Dubai í gærkvöldi. Sigur sem tryggði Al-Nassr sæti í Meistaradeild Asíu. Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira