Fékk ekki fyrirliðabandið og fór í fýlu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:31 Karim Benzema er ósáttur hjá Al-Ittihad. Vísir/Getty Karim Benzema gekk til liðs við sádíarabíska félagið Al-Ittihad í byrjun júní. Hann virtist þá hinn ánægðasti en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira