Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 08:34 Tölvumynd af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem nú er í biðstöðu. Landsvirkjun Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“ Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira