Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:15 Pútín ávarpar fund BRICS-ríkjanna gegnum fjarfundarbúnað. AP/Marco Longari Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira