Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 19:46 Frá minnisvarða um Prigozhin við höfuðstöðvar Wagner Group í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira